Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudagmn 18. október 1950 Á annað hundrað nemendur í Iðnskólanum í vefur Frá skólasetningu síðastliðinn mánudag Vasahandbók fyrir bændur gefsn út á næsfa ári Hafizt Iianda um samningu fullkominnar liand- bókar, sem væntanleg er eítir nokkur ár Handbókarnefnd, sem landbúnaðarráðuneytið skipaði fyrir nokkr- um vikum, til þess að undirbúa útgáfu handbókar fyrir bændur landsins, hefu rskilað áliti fyrir nokkru og hefur þegar verið ákveðið hvemig útgáfu þessari skuli hagað. Iðnskólinn á Akureyri var settur á mánudagin var að við- stöddum nemendum, kennurum og allmörgum gestum. — Sveinn Skorri Höskuldsson, er kenndi þar íslenzku í öllum bekkjum í fyrravetur, hefur nú horfið frá því starfi til framhaldsnáms, en Sverrir Pálsson cand. mag. tekur við íslenzkukennslunni aftur, en í fyrra var hann að mestu forfall- aður frá störfum. Aðrar breyt- ingar eru ekld fyrirliugaðar á kennaraliði skólans, en 12 kenn- arar munu starfa þar í vetur auk skólastjórans, Jóhanns Frímann. í skólasetningarræðu sinni gat skólastjórinn þess m. a., að mun færri iðnnemar hefðu verið tekn- ir til náms í iðngreinum í bæn- um það, sem af er þessu ári, en að undanförnu á sama tíma, enda væri það sízt furðuefni nokkurt, eins ,og nú árar um afkomu og starfsskilyrði iðnaðarins. Enn- fremur hefði þess orðið glögglega vart sl. ár, en þó einkum nú í haust, að ný fræðslulög með aukinni skólaskyldu væru nú þegar komin til fullra fram- kvæmda sums staðar, en annars staðar óðum að komast til fram- kvæmda, og mun fleiri nemend- ur, er byrjuðu nú iðnnám, hefðu áður leitað sér meiri eða minni framhaldsmenntunar en fyrr hefði tíðkazt. Taldi skólastjóri, að þegar væri tími til þess kominn að breyta skipulagi og starfshátt- um skólans verulega af þessum sökum, og mundi hann þegar á næstu árum sveigjast meira í það horf að vera hreinn fagskóli. Mætti því gera ráð fyrir, að framvegis verði gagnfræðapróf, miðskólapróf, eða a. m. k. ungl- ingapróf sem lokapróf skyldu- námsins, gert að inntökuskilyrði í 1. bekk skólans, en fram að þessu hefur fullnaðarpróf barna- skólanna verið látið gilda í þess- um efnum. Þó taldi skólastjóri, að líklega yrði eigi hjá því kom- izt,"að skólinn héldi fyrst um sinn uppi haustnámskeiðum til undir- búnings undir slík próf fyrir þá nemendur, sem lokið hafa bók- legu námi sínu undir hinum eldri fræðslulögum, t. d. fullorðna menn, er koma til bæjarins utan úr sveitum til þess að stunda þar iðnnám, en það hefur að undan- förnu verið mjög algengt. Jakob Tryggvason, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, stjórn aði söng við skólasetningarat- höfn þessa, en öll fór hún vel og virðulega fram. - Ríkisstjórnin boðar sparnaðarráðstafanir (Framhald af 1. síðu). stjórn ríkisins en gilt hefur hjá fyrirrennurum hans um langt skeið. Vekur það sérstaka at- hygli, að fjárlagafrumvarpið er lagt fyrir þingið um leið og það kemur saman, svo sem ætlazt er til, en undanfarin ár hefur venja verið að frumvarpið væri ekki tilbúið fyrr en margar vikur voru liðnar af þingtímanum. Þá er nú aftur tekin upp sú venja, er gilti í fyrri starfstíð núv. fjái-málaráð- herra, að láta skrá um starfsmenn ríkisins fylgja frumvarpinu. Þrátt fyrir ítrekaða eftirgangsmuni fékkst skrá þessi ekki í tíð fjár- málaráðherra þeirra, sem setið hafa undanfarin ár. f fjárlaga- ræðunni benti fjármálaráðherra á, hversu fjárhagur ríkisins er þröngur orðinn og leiddi rök að því, að ef gengið hefði ekki verið fellt og ísland nyti ekki Marshall- aðstoðar, mundi neyðarástand hafa skapazt í atvinnulífinu og í fjármálum ríkis og þjóðar. Hann varaði kröftuglega við ríkisá- byrgðum þeim, sem þingið hefur veitt á liðnum árum. Verður rík- issjóður nú að bera milljónatöp vegna ábyrgða þessara, og taldi ráðherrann útlitið að þessu leyti geigvænlegt með því að útlit væri fyrir aö ríkið fengi enn á sig mikla fjárhagsskelli af ábyrgðum þessum. Fjármálaráðherra brýndi fyrir þinginu nauðsyn þess að af- greiða greiðsluhallalaus fjárlög. Er ag frumvarpið miðað við það. Nýja kartöflugeymslan tekin í notkun Kartöflugeymslurnar. Þar sem mikil eftirspurn er eftir geymslu- kössum í hinum nýju kartöflu- geymslum bæjarins, ættu þeir, sem fengið hafa loforð fyrir geymslukössum, að nota sér þau loforð í þessari viku, því- að eftir helgi verða allir óteknir kassar látnir af hendi til annarra. Þessa viku verða því geymslurnar opn- ar þannig: Brunastöðin frá kl. 5 til 7 á miðvikudag og föstudag, en á laugardag frá kl. 3 til 6. Aðra tíma einu sinni í viku frá kl. 5 til 7 á þriðjudaga. — Nýja spítala- geymslan verður opin þessa viku á fimmtudag frá kl. 5 til 7, en annars á laugardaga frá kl. 2 til 4. Leigjendur geymslukassanna eru beðnir að athuga, að að- gangur að geymslunum fæst eingöngu gegn framvísun kvitt unar fyrir leigugjaldi kassanna. Er því nauðsynlegt að geyma kvittanirnar vandiega. Firmakeppni Golf- klúbbsins lokið Firmakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar er nú nýlokið. Þátttak- endur voru 32 firmu og stóð úr- slitakeppnin milli Olíuverzlunar íslands og Almanna trygginga. — Úrslit urðu þau, að Olíuverzlun íslands h.f. vann eftir 36 holu úrslitaleik, með 2 holur til góða þegar ein var eftir. Réttið hjálpar- hönd Á fyrsta vetrardag — laugar- daginn 21. okt. n. k. — leitar Barnavemdarfélag Akureyrar til bæjarbúa eftir stuðningi við starfsemi sína. Að vísu er þetta ungt félag, en eigi að síður treyst- ir það því, að bæjarbúar rétti því fúslega hjálparhönd vegna smæl- ingjanna, sem það hyggst að lið- sinna. Félagið vill vinna að auk- inni barnavernd í bænum. Þessu takmarki ætlar félagið sér að ná, með því að koma upp dvalar- heimili fyrir munaðarlaus börn, og þar sem bágstödd börn gætu dvalið um stundarsakir vegna veikinda á heimilum eða af öðr- um ástæðum. , Félagið væntir þess, að bæjar- búar kaupi merki dagsins og beri þau sem flestir. Þau eru tákn- ræn og gerð fyrir þennan dag. Þá verður á vegum félagsins skemmtun að Hótel Norðurlandi kl. 5 e. h. Þar verður m. a. flutt ávarp, kvæði dagsins, sýndar ísl. kvikmyndir. Söngvarar bæjarins munu skemmta þar með einsöng og tvísöng. Sækið þangað unaðs- lega ánægjustund! Kvikmynda- húsin, Nýja Bíó og Skjaldborgar- bíó, hafa sýnt félaginu þá vin- semd að gefa því tekjur af kvik- myndasýningum kl. 5 e. h. þenn- an dag. — Loks gengst félagið fyrir dansleik að Hótel Norður- landi á sunnudagskvöldið til á- góða fyrir starfsemi sína. Bæjarbúar! Sækið þessar skemmtanir Barnaverndarfélags- ins og kaupið merki dagsins. Með því leggið þið gull í lófa framtíð- arir)"ar. Dagur áti stutt samtal um þetta efni við Ólaf Jónsson ráðunaut, sem sæti átti í nefndinni, og skýrði hann svo frá, að nefndin hefði lagt til í álitsgerð sinni, að hafizt yrði handa um útgáfu stórrar og vandaðrar handbókar fyrir bændur, en með því að sú útgáfa kostar mikla undirbún- ingsvinnu og getur ekki orðið til- búin fyrr en eftir nokkur ár, verður uridinn bráður bugur að því að gefa út hentugt vasaal- manak fyrir bændur, og birta í því í samanþjöppuðu formi nauðsynlegar upplýsingar um ýmsa þætti landbúskapar, og ennfremur að gefa út bæklinga Um næstu mánaðamót heiur Félags frístundamálara Akureyr- ar þriðja vetrarstarf sitt. Er þessi félagsskapur ungra áliugamanna vel kunnur bæjarbúum, m. a. af sameiginlegri sýningu þeirra ii fyrra, og nú einnig í haust af sýn- ingu Garðars Loftssonar. Á aðalfundi félagsins þann 15. þ. m. var ákveðið að halda starf- inu áfram, og enfremur þau ný- mæli að bæta við tveimur nýjmn deildum: teiknideild og „modell- ering“ eða myndhöggvara-deild. Hefur félagið nú í fyrsta sinn ráðið fasta kennara, þá Hauk Stcfánsson í málarad.,,og Jónas Jakobsson í teikni- og „modell- erings“-deild. Á fundinum var einnig rætt um, að komið gæti til mála að stofnuð verði eftir áramótin sér- stök deild fyrir landsprófsnem- MFA hefur bókaútgáfu á ný Menningar- og fræðslusam- band alþýðu hefur hafið starf á ný og gefur út bækur fyrir fé- lagsmenn og áskrifendur. Eru fyrstu bækurnar komnar út og væntanlegar hingað norður innan fárra daga. Umboðsmaður hér er sem fyrr frú Hel® Jónsdóttir og munu bækumar bornar til fé- lagsmanna strax og þær berast. Er ætlast til að þeir greiði ár- gjaldið um leið. um einstakar greinar landbúnað- ar, þar sem þörfin er mest. Ráðgert er að vasahandbók þessi komi út árlega og verði þær breytingar gerðar á bókinni árlega, sem þurfa þykir, til þess að hún sé jafnan í samræmi við tímana. Er svo til ætlast, að fyrsta vasahandbókin komi út snemma á næsta ári. Jafnframt er hafinn undirbúningur að samningu hinnar stærri handbókar. Sam- kvæmt tillögu handbókarnefnd- arinnar hefur landbúnaðarráðu- neytið falið Ólafi Jónssyni að annast ritstjórn verksins. endur og eldri í teikningu og „modelleringu". Kennsla í vetur fer fram í nýja sjúkrahúsinu (spítalanum), og' hefur F. F. A. tryggt sér þar mik- ið og gott húsnæði. Má telja víst, að ungir og listhneigðir bæjar- búar, og einnig eldri, noti sér þetta fágæta og glæsilega tæki- færi! Kennsla mun fara fram á kvöldin og í frítímum starfsfólks yfirleitt. Allar nánari upplýsingar um kennslu og tilhögun alla veitir formaður félagsins, Emil Sig- urðsson, í vefnaðarvörudeild KEA. Skjaldborgarbíó býður templurum á bíó Skjaldborgarbíó hefur ákveð- ið að hafa frísýningar, einu sinni í vetur, fyrir Templara. Þeir, sem framvísa skh'teinum í dag eða á morgun (fyrir kl. 5 á fimmtud.) geta fengið frímiða á myndina „Glitra daggir, grær fold“ föstu- dagssýningar, 20. þ. m., á skrif- stofu S. A., er sér um að þeir, sem þess óska og rétt hafa til þess, fái aðgöngumiða. — Ung- templarar verða einnig svipaðra hlunninda aðnjótandi í vetur, þegar um sérstaklega góðar barnamyndir er að ræða. Nú hef- ur bíóinu heppnast að fá ágæta mynd, sem eingöngu er leikin af tömdum fuglum. Verða frísýn- ingar næstk. suimudag fyrir fé- laga barnastúknanna, fyrir Sak- leysið kl. 1 e. h. og Samúð kl. 3 e. h. 1 orð, 107x75 cm„ með 60 cm. viðaukum, úr mahoní osr eik, ásamt stólum, til sýn- is og sölu. Haraldur I. Júnsson, Oddeyrargötu 19. Sími 1793. Hyndlistarkennsla á vegum írísfundamálara í vetur Félag frístundamálara hefur ráðið tvo fasta kennara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.